GER INNFLUTNINGUR

GER Import var stofnað árið 2010 og byrjaði starfsemi sína á því að vera með vandaðar dýnur, rúm, kodda og vörur fyrir hótel og spítala. Smám saman jókst vöruúrvalið og í dag bjóðum við upp á úrval af vörum sem geta fyllt heilt heimili , veitingastað eða hótel. Það er vandað til vals á vörumerkjum og er það okkar allra mikilvægasta verk að bjóða upp á vandaðar vörur og hlúa vel að viðskiptavinum okkar með því að veita þá bestu þjónustu sem völ er á.